5.10.2006

100 ára hús á faraldsfæti.


Nú hefur leikhópnum sem stendur að 100 ára húsi verið boðið að sýna á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Midwinter nights dream í Tallinn í Eistlandi. Það verður í sjálfu sér einfalt vegna þess að lítið fer fyrir tjaldinu okkar og auðvelt að pakka því saman. Það eina sem hópurinn hefur áhyggjur af er eistneski veturinn og verður sjálfsagt að bæta við rafmagnshiturum í tjaldið. Í ár er áherslan lögð á litlar sýningar sem bjóða upp á mikla nálægð við leikara og míkrókosmos er lykilorð í þessu samhengi þeirra þarna í Eistlandi. En við ætlum að reyna að bæta fleiri sýningum við í Nauthólsvík eða á öðrum hentugum stað við strandlengjuna og hvetjum ykkur til að heimsækja bloggið okkar ef það vaknar löngum til að upplifa nálægð í míkrókosmosi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home