5.19.2006

AUKASÝNINGAR


100 ára hús eftir Jón Atla Jónasson

Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar
Miðvikudagur 24. maí kl 22:00
Fimmtudagur 25 maí kl 22:00
Föstudagur 26. maí kl 22:00
Takið eftir óvenujlegum sýningartíma
Sýnt á Ylströndinni í Nauthólsvík
Munið hlýlegan klæðnað í vorstemmningunni
Miðasala í síma 8998163
fruemilia@simnet.is og við innganginn.
www.100arahus.blogspot.com

5.16.2006

Enn um hraða ljóss...Já þeir slá ekki slöku við vísindamennirnir...Þeir eru alltaf að þurfa aldrei að hafa áhyggjur af þvottinum, lánunum eða tómstundum barna sinna. Nei þeir eru að glíma við stærri hluti með leðurbætur á þvældum tvídjökkum sínum rýna þeir í lífsgátuna. Nú er það ljósið, hraði þess afturábak, já afturábak og áfram og út á hlið. Skoðið og njótið Reyndar er þessi tiltekni vísindamaður ekki með leðurbætur á olnbogunum. En við munum hins vegar hægja á ljósinu í næstu viku í tjaldi í Nauthólsvík....fylgist með spennt.

kveðja

Efasemdarmaður í tvídjakka

5.11.2006

Fleiri sýningar í farvatninu


Nú er fyrstu sýningahrinu á 100 ára húsi lokið. Til stendur að sýna seinna í þessum mánuði og er fyrsta sýning áætluð í kringum 20. maí og svo verður sýnt reglulega frá þeirri dagsetningu. Ef þið hafið hug á að sjá sýninguna þá hikið ekki við að hringja í miðasölusímann okkar. Sætin í tjaldinu eru fá og fara fljótt. Það er ekkert eins leiðinlegt eins og hafa sig af stað niður í Nauthólsvík og verða svo af sæti. Þannig að pantið tímanlega og við tökum hlýlega á móti ykkur með kakóbolla og teppi. Kær kveðja, miðasölustjórinn.

5.10.2006

100 ára hús á faraldsfæti.


Nú hefur leikhópnum sem stendur að 100 ára húsi verið boðið að sýna á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Midwinter nights dream í Tallinn í Eistlandi. Það verður í sjálfu sér einfalt vegna þess að lítið fer fyrir tjaldinu okkar og auðvelt að pakka því saman. Það eina sem hópurinn hefur áhyggjur af er eistneski veturinn og verður sjálfsagt að bæta við rafmagnshiturum í tjaldið. Í ár er áherslan lögð á litlar sýningar sem bjóða upp á mikla nálægð við leikara og míkrókosmos er lykilorð í þessu samhengi þeirra þarna í Eistlandi. En við ætlum að reyna að bæta fleiri sýningum við í Nauthólsvík eða á öðrum hentugum stað við strandlengjuna og hvetjum ykkur til að heimsækja bloggið okkar ef það vaknar löngum til að upplifa nálægð í míkrókosmosi.

5.05.2006

Tryggið ykkur miðaGott fólk. Nú er búið að setja á tvær sýningar til viðbótar á 100 ára húsi í Nauthólsvík.
Þær verða á mánud. 8. mai kl 21:00 og miðvikud. 10. kl. 22:00. Verið nú klók og hringið í miðasölusímann 8998163 í tæka tíð. Talsvert hefur borið á því að fólk er að detta inn rétt fyrir sýningu í tjaldinu og er miðalaust. Það er alls ekki hægt að bóka það að fá sæti án þess að panta með dálitlum fyrirvara. Annars þökkum við frábærar viðtökur við sýningunni okkar og ætlum að gera okkar allra besta til að setja á fleiri sýningar á næstunni. En munið þó að við tjöldum bara til einnar nætur í senn.
Kærar þakkir.

Vegna óviðráðanlegrar aðsóknar verður sýningum fjölgað.Mánudagur 8. maí 2006 kl 21:00

Miðvikudagur 10. maí 2006 kl 22:00

Takið eftir óvenjulegum sýningartíma


Munið hlýlegan klæðnað

Miðasala í síma 899 81 63, fruemilia@simnet.is og við innganginn
Vegna óvæntar styrkingar íslensku krónunnar hefur aðgangseyrir verið
minnkaður í tvöþúsund krónur. Kakó innifalið í miðaverði.

5.04.2006

Með sand í nærbuxunum


Jæja nú höfum við sýnt fyrir fullu tjaldi fjórum sinnum og við góðan orðstír. En nú verður stutt hlé gert á sýningum vegna þess að Bjössi er heimsfrægur. En við munum þó sýna eitthvað meira í maí. Nánar um það síðar. En á meðan getið þið lesið þessa grein um hvernig vísindamenn eru að nýta sínar pissrannsóknir í þágu orkusparnaðar í heiminum. Já það eru nefnilega til vísindamenn sem stunda pissrannsóknir sama hvað Johnny Leatherwear segir.

kv

Jón Páll