4.23.2006

Styttist i frumsyningu


Jæja, gott fólk. Þá fer að styttast í frumsýningu á þessu leikriti okkar og hver fer að verða síðastur að tryggja sér miða því sætin eru fá eins og sýningarnar. En þetta er heilmikið ævintýri og er örugglega hægt að lofa dálítið annars konar leikhúsupplifun en fólk á að venjast. Hér til hægri á síðunni er hægt að finna allar upplýsingar um miðasölu. Ekki láta veðrið plata ykkur. Tjaldið er hlýtt og fýkur ekki. En vonandi gera miðarnir það. Sjáumst vel klædd og í kuldaskónum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home